Leiðbeiningar fyrir leiktæki og tjöld

​1. Undirlag undir tæki á að vera slétt helst grassvæði, athugið að ekki séu hlutir nálægt sem geta valdið skemmdum.

 

2. Flettið út leiktækjum eða tjöldum og rennið fyrir alla rennilása, festið hólkinn aftan á tækinu við blásarann með ólinni sem er utan um leiktækið og setjið í samband. Við minni tækin tengist 1 blásari en 2 blásarar við þau stærri. Hver blásari þarf 16 ampera öryggi. Tengingar þurfa að vera öruggar og athugið að blásararnir þurfa að vera stöðugt í sambandi.

 

3. Gætið þess að ekki séu of margir í leiktækinu í einu.

 

4. Ávalt skal einhver fullorðin sjá um gæslu, allan þann tíma sem tækin eru í notkun.

 

5. Aldrei má skilja leiktæki eftir úti ófrágengið og eftirlitlaust.

 

6. Eftir notkun þarf að láta allt loft fara úr tækjunum. Mikilvægt er að pakka leiktækjum eða tjöldum rétt saman svo auðveldara sé að flytja þau.

 

7. Þurrkið bleytu og óhreinindi úr tækinu eins vel og frekast er kostur áður en gengið er frá.

 

8. Ef ekki er farið eftir settum reglum og leiktæki eða tjöld eru illa farin vegna þess, getur Hopp ehf. krafið leigutaka um aukakosnað vegna viðgerða eða þrifa.

 

Gangi ykkur vel og góða skemmtun

  • White Facebook Icon
  • White Twitter Icon
  • White Google+ Icon